Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Tungumál
alþjóðlegu tungumáli listarinnar
Sýningar

Sýning | Uppspretta

Laugardagur 30. nóvember 2024 - Mánudagur 6. janúar 2025

Verið velkomin á sýningu listakonunnar Jónu Berg Andrésdóttur, Uppsprettu, á Borgarbókasafninu Spönginni.

Jóna sýnir þar olíu- og vatnslitamyndir. Hugmyndir sínar sækir Jóna í land og náttúru sem hún þekkir vel eftir búsetu í Eyjum og margar ferðir um landið, en uppsprettan kemur líka úr dýraríkinu og mannlífinu, ekki síst úr hennar nánasta ranni.

Jóna hefur fengist við listmálun frá unga aldri og á að baki fjölbreytt nám í listum, meðal annars í Handíða- og myndlistarskóla Reykjavíkur, Mími og Myndlistarskóla Kópavogs. Jóna stundar nú listmálun í Borgum hjá Pétri Halldórssyni leiðbeinanda.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 30. nóvember kl. 14-16!

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-18, fös 11-18 og lau 11-16.

Vefsíða Jónu Berg

Merki