Snorri Ásgeirsson
Snorri Ásgeirsson

Um þennan viðburð

Tími
09:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Snorri Ásgeirsson

Föstudagur 12. júní 2020 - Sunnudagur 23. ágúst 2020

Myndheimur Snorra er dulur og næmur, við sjáum hulduhóla þar sem fólkið býr og sólin skín en stílfærð ský, hús og manneskjur í yfirstærðum standa fyrir utan í hinum sýnilega heimi. Á síðustu árum hafa bæst við nýir og afstæðir heimar, litsterkir og dulúðlegir í senn og tjáning hans er orðin margvíslegri og agaðri en áður.

Snorri Ásgeirsson (f.1952) byrjaði að fást við myndlist fyrir um 20 árum síðan í listasmiðju Bjarkarás. Upphaflega teiknaði hann myndir í leirskálar sem vöktu strax athygli fyrir sérstakt myndmál Snorra og vald hans á myndbyggingu en í framhaldinu fór Snorri að teikna með litblýanti á pappír, sem hann gerir enn í dag.

Á sýningunni í Gerðubergi má sjá úrval af myndum síðustu 10 ára, frá 2010 – 20, en á þessu tímabili hefur myndlist hans þróast og víkkað.

Myndverk Snorra hafa margsinnis verið valin til sýninga á hátíðinni List án landamæra m.a. árið 2013 í Listasal Mosfellsbæjar þar sem hann sýndi ásamt Helga Þorgils Friðjónssyni myndlistarmanni. Safnasafnið og fleiri einkasöfn eiga myndir eftir Snorra í sinni eign.

 Sýningarstjóri er Halldór Ásgeirsson.

Sjá opnunartíma Gerðubergs...

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 698 0298