
Um þennan viðburð
Sýning | Kvíðamenning - óviss framtíð
Hvaða afleiðingar hefur það að leggja stöðugt áherslu á framfarir? Aukin hamingja er ekki tryggð með því sem telst til framfara. Gildin sem liggja að baki kapítalisma eru einstaklingshyggja, neysla, sveigjanleiki, framleiðsla og hraði sem auka á vanlíðan. Þessir þættir ýta undir hagsveiflur, félagslegan ójöfnuð og eru órjúfanlegir þættir nýfrjálshyggjunnar sem eru orsök tilfinningalegs ójafnvægis, óvissu og framtíðarkvíða.
Við vörpum ljósi á ólíka þætti kvíðamenningar á sýningunni „Kvíðamenning - óviss framtíð“. Sýningin er gagnvirk og hvetjum við öll að koma, upplifa og setja sitt mark á sýninguna sem nemendur í námskeiðinu „Listir sem aðferð mannfræðinnar“ í HÍ settu upp.
Opnunarviðburður 8. apríl kl. 16
Ókeypis aðgangur, öll velkomin!
Frekari upplýsingar veitir:
Anna Wojtynska - annawo@hi.is