AFF BIDD DÖFF - fræðslurými

AFF BIDD DÖFF | Fræðslu og skemmtirými

Staður til vitundarvakningar

Fyrir Döff fólk er styðjandi umhverfi og samfélag klárlega samfélag þar sem annað hvort allir geta talað táknmál eða þar sem það er gott og lítið takmarkað aðgengi að táknmálstúlkum, greiddum af hinu opinbera. Túlkar eru ekki bara fyrir Döff fólk til að hafa aðgengi að samfélaginu, heldur líka fyrir heyrandi til að skilja Döff og gera sig skiljanleg við Döff.

Ástbjörg Rut Jónsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir frá O.N. sviðslistarhópnum opnuðu tímabundið fræðslu- og skemmtirými um perlur Döff menningar og tungu. Í Stofunni var hægt að slaka á púðahrúgunni, gluggað í bók eða horft á myndefni tengt Döff sögu og menningu, sem flest höfðu líklega ekki séð áður. Í rýminu var hugmyndakassi sem hægt er að deila hugleiðingum og hugmyndum um stöðu menningar og tungu Döff. Rýmið var opið frá 16.-21. apríl og lauk með opnu sviði Döff, þar sem lesið var upp úr hugmyndakassanum sem var opinn á meðan rýmið stóð og almenningur hvattur til að setja setja í kassann:
 hugmyndir að menningarefni fyrir Döff; hugmyndir að því hvað mætti betur fara í samfélaginu fyrir Döff; sögur af eigin fordómum, ranghugmyndum ofl.; ásamt því sem notendur hefðu lært af því að kíkja í Stofuna. Hér má lesa viðtal við Ástbjörgu og Hjördísi Önnu um hugmyndina af baki þeirra Stofu | AFF BIDD DÖFF

AFF BIDD DÖFF - fræðslurými AFF BIDD DÖFF - fræðslurými AFF BIDD DÖFF - fræðslurými AFF BIDD DÖFF - fræðslurými AFF BIDD DÖFF - fræðslurými AFF BIDD DÖFF - fræðslurými

Rýmið er hluti af verkefninu Stofunni | A Public Living Room, þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði í anda Share the Care

Frekari upplýsingar veitir 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 6. júní, 2024 11:11