Hugarflugsfundur fólksins í Stofunni

Stofan | Hlutlaus rými og samfélagsþátttaka

Samstarfsaðilar í verkefninu Stofan | A Public Living Room hittust á hugarflugsfundi til að finna nýjar leiðir til að miðla og ná til fólks í almenningsrýmum. Hvernig nær maður til fólks og nýrra samfélagshópa? Byrjað var á því að ímynda sér aukinn stuðning og styrk til að hefja nýja vegferð, vitandi að ef þú gerir mistök þá er það í lagi, því það grípur þig alltaf einhver sem þú treystir.  Þátttakendur hugsuðu sér svo hópa fólks sem þau myndu vilja fá inn í sína Stofu og hvað myndi efla hugrekki til að nálgast nýja hópa.  

Hugarflugsfundur fólksins í Stofunni Hugarflugsfundur fólksins í Stofunni

Hlutleysi og hlutlaus rými voru endurhugsuð í seinni hluta hugarflugsins. Hvaða þættir gera rými hlutlaus? Oft er talað um bókasafnið sem hlutlausan vettvang, en hvaða eiginleikar liggja þar að baki? Samtarfsaðilarnir minntust á að samfélagrými þurfa að vera notuð af ólíkum og fjölbreyttum samfélagshópum til að teljast hlutlaus. Þú þarft að geta séð ólíka aðila innan rýmisins en einnig að geta ímyndað þér þig í rýminu eða að minnast kosti sjá einhvern sem þú myndir tengja við eða finnast vera “eins og þú”. Jaðarsettir hópar og minnihlutahópar sem eru ekki þegar sýnileg í rými bókasafnsins, munu líklegast aldrei vita af því eða möguleikanum af því að nýta það, ef þú stíga aldrei fæti inn í það. Það er svo margt sem stýrir því hvert við leitum og hvað við sjáum, við þurfum að finna leiðir til að brjótast í gegnum þessa múra sem skilja okkur að, eins og til dæmis gervigreind sem endurtekur það sem við þekkjum nú þegar. Að vera í kringum annað fólk, mæta þeim á þeirra forsendum og finna leiðir til að gefa ólíkri reynslu fólks vægi í okkar samfélagi, það er stærsta áskorunin og hluti af því að skapa hlutlaust rými. 

Hugarflugsfundur fólksins í Stofunni Hugarflugsfundur fólksins í Stofunni

Öll miðlun þarf að vera einföld, auðskiljanleg og læsileg öllum. Það þarf að vera álitið “eðlilegt” að þú sért í rýminu, það er gert ráð fyrir þér með þína hæfni en ekki sérstök dagskrá eða undantekning að þú sért að taka þátt. Þú þarft að geta séð að rýmið gæti verið “þinn staður” til að taka ákvarðanir og eiga í samskiptum sem skipta þig máli og þann samfélagshóp sem þú tilheyrir. Til þess að staður teljist hlutlaus, þá þarf hann að endurspegla samfélagið sem hann er hluti af í heild sinni. Þá eru jaðarsettir hópar og minnihlutahópar ómissandi í mótun slíkt vettvangs, ekki síður en þau sem tilheyra valdameiri hópum samfélagsins. Við vonumst til að fjölbreyttar útgáfur af Stofunni muni styðja við þróun bókasafnsins sem samfélagsrýmis þar sem ólíkir hópar geta komið saman og nýtt samfélagstorg á bókasafni framtíðarinnar.   

Frekari upplýsingar um verkefnið Stofan | A Public Living Room veitir 
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 19. júní, 2024 10:42