open mic on fake grass

Pikknikk í Grófinni

Hýryrði voru í brennidepli í Pikknikki með Samtökunum´78. Þau buðu upp á bollakökur sem hægt var að skreyta með marglita kremum sem vísuðu í liti hinsegin fánans og annað litríkt snarl. Samtal hófs um hvaða orð þátttakendum fannst vanta til að bæði auka skilning og viðurkenningu og hægt væri að bæta við Kærleiksorðræðuna. Hvernig vill kvár að barnið sitt ávarpi sig? Í hýryrðasamkeppni Samtakanna ´78 á síðasta ári voru tvö orð valin: stórforeldri: kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldris, aðkynhneigð sem er þýðing á enska orðinu allosexual og svo ks. sem skammstöfun á kynsegin, hliðstæð kk. og kvk. En ennþá virðist vanta orð sem lýsa fjölskyldusamböndum sem endurspegla fjölbreytt fjölskylduform.  

a man relaxing in the library fruits on a platter

Mikil umræða skapaðist í hópnum um ensk orð sem hægt væri að bæta í flokk hýryðra eins og til dæmis amatonormativity, sem vísar í þá fyrirframgefnu hugmynd að fólk sækist eftir ástarsamböndum með einum maka til lengri tíma en ekki öll samsama sig við. Gervi var annað orð sem rætt var og einnig orðið kyn, sem er notað yfir marga ólíka hluti sem hafa mismunandi merkingar. Hér má nefna orð eins og eigerva, flæðigerva, frjálsgerva og pangerva. Mætti notast við orðið sál í staðinn fyrir gervi? Við höldum áfram að safna nýjum íslenskum orðum í orðbók Kærleiksorðræðunnar og hvetjum ykkur til að senda okkur tillögur af nýjum orðum.

 

Meira um lautarferðirnar hér

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is