Mynd eftir Mikkel Ode

Um þennan viðburð

Tími
16:45
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Sýningar

Sýning | Krummi

Miðvikudagur 22. janúar 2025 - Fimmtudagur 20. febrúar 2025

Staðsetning: 2. hæð, Hringurinn

Þessi myndasería byrjaði sem verkefni í listamannadvöl á Stöðvafirði á Austfjörðunum. Sagan er sögð í gegnum handmálaðar myndir, þar sem við förum í ferðalag með hrafni sem heitir einfaldlega Krummi. Í byrjun sögunnar sjáum við Krumma nálgast dimman fjörð, aleinn í litlum báti. Hann tekur þá ákvörðun um að stíga út úr bátnum og feta leið upp í fjöllin til þess að finna sjálfan sig. Í gegn um málverkin fylgjumst við á sjónrænu formi með tilfinningum hans og baráttu á ferðalaginu. Hvert málverk lýsir hans andlega ferðalagi og áskorunum, allt frá dýpsta botninum í byrjun sögunnar, upp til nýs upphafs og bjartari framtíðar.

Mikkel Odu er hreyfihönnuður og teiknari. Frá unga aldri hefur hann haft áhuga á listformi hreyfimynda sem leiddi hann í nám á því sviði. Hann útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist með áherslu á hreyfimyndir (e.animation) í Tékklandi. Listamaðurinn vinnur með 2D hreyfimyndir þar sem hann sameinar hefðbundna listmálun með tölvutækni. Stuttmyndir hans hafa ferðast víða um heiminn á hinar ýmsu kvikmyndahátíðir. Þegar hann fann sitt nýja heimili á Íslandi, urðu teikningar og málverk, auk hreyfimynda, að hans helstu leiðum til listrænnar tjáningar. Hans áhersla liggur í að segja sögur sem haldast í hendur með náttúrulegum þáttum.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100