AIVAG

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Sýningar

STOFAN | Orð um ímyndaða framtíð

Þriðjudagur 19. mars 2024 - Þriðjudagur 26. mars 2024

AIVAG býður þér að skrifa framtíðina eins og þú vilt sjá hana. Meðlimir AIVAG (Artist in Iceland Visa Action Group) safna framtíðarhugmyndum í textaformi sem sett verða saman í hefti (e. zine). 

Þetta er tímabundinn staður fyrir ímyndunaraflið. Hér skrifum við framtíðina sem okkur dreymir um. Í hvers konar heimi viljum við vera? Við deilum reynslu og áskorunum sem listamenn búa við og skrifum saman raunveruleika þar sem réttindi listafólks eru virt.  

"Orð um ímyndaða framtíð " með AIVAG er hluti af verkefninu  Stofan | A Public Living Room. Rýmið er staðsett á 1. hæð í Grófinni og er opið frá 19.-26. mars 2024.

Opnun rýmis á Facebook

Vinnustofa í framtíðarskrifum með meðlimum AIVAG verður fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 16:30 

Einu sinni í mánuði er ný útgáfa af Stofu opnuð í takt við leiðandi stef verkefnisins -  Share the Care. Stofan er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar skapa styðjandi samfélagsrými sem þau vilja sjá á bókasafninu.    

Frekari upplýsingar veitir:  
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka  
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is