Stafrófssýning
Stafrófssýning Sólveigar Evu

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Sýningar

Stafrófssýning

Föstudagur 7. september 2018 - Laugardagur 27. október 2018

Sýningin stendur frá 5. september - 27. október 2018

Sólveig Eva, eða Sóla eins og hún er kölluð, hefur umvafið hvern einasta staf í stafrófinu með gróðri og dýrum og gefið út í litabók sem kallast The Alphabet Colouring Book. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrst þegar Sóla tók þátt í teikniáskorun á Instagram undir notendanafninu @solaevadraws.

Litabókin hefur fengið frábærar viðtökur og nú bjóðum við gestum og gangandi að kíkja til okkar á 2. hæðina að skoða teikningarnar sem verða til sýnis. Einnig verða útprentuð eintök af litabókinni í boði og gestir, jafnt ungir sem aldnir, eru hvattir til að setjast niður og lita!

 

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir, verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds
droplaug.benediktsdottir@reykjavik.is

Merki