Tunglskin og norðurljós í Grafarvogi
Haustkvöld í Grafarvogi

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Leyndardómar Grafarvogs | Sýning

Föstudagur 13. desember 2019 - Fimmtudagur 16. janúar 2020

Sýning á ljósmyndum sem Grafarvogsbúar sendu inn í ljósmyndasamkeppnina Leyndardómar Grafarvogs, sem Borgarbókasafnið í Spönginni efndi til.

Íbúar hverfisins voru hvattir til að senda inn myndir af skemmtilegum/skrýtnum/sérstökum, en umfram allt, leyndardómsfullum stað eða mannvirki í Grafarvoginum. Dómefnd valdi þrjár bestu myndirnar og hlutu myndasmiðirnir verðlaun, en ein mynd frá hverjum keppanda er á sýningunni.

Þórður Kr. Jóhannesson varð í 1. sæti, en myndin hér til hliðar er sigurmyndin í ár. Jón Bjarnason hlaut 2. verðlaun og Ósk Laufdal 3. verðlaun. Yngsti keppandinn er 9 ára og sá elsti 86 ára.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, verið velkomin!

Nánari upplýsingar:
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Merki