Hvernig ertu? | Einkasýning Prins Póló
Öll velkomin á opnun 28. maí kl. 14:00 - 17:00!
Sýningin stendur 28. maí - 28.ágúst.
Svavar Pétur Eysteinsson leggur undir sig Borgarbókasafnið Gerðubergi og sýnir ljósmyndir, prentverk, vídeóverk og skúlptúr.
Á sýningunni blandar Svavar saman eigin tónverkum, myndlist og ljósmyndum, en samhliða undirbúnings á sýningunni hefur Svavar unnið að nýrri hljómplötu sem kemur út á opnunardegi sýningarinnar.
Svavar er flestum kunnur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, en hann er jafnframt grafískur hönnuður og ljósmyndari. Hann vinnur texta, tónlist og myndræna framsetningu jöfnum höndum, en í verkum sínum sækir Prinsinn oft innblástur í "sjoppulegan" hversdagsleikann, með litríkri upphafningu og húmor.
Svavar Pétur er alinn upp í Breiðholtinu og því er mikill fengur fyrir Borgarbókasafnið að fá tækifæri til að sýna verk Svavars sumarið 2022. Búast má við ýmsum viðburðum í tengslum við sýninguna sem kynntir verða síðar.
Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
Borgarbókasafnið Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is