Lyktarsafnið

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:30
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Stofan | Lyktarsafnið - Vinnustofa

Mánudagur 12. febrúar 2024

Gætum við aukið skynbragðið með því að skynja betur? Hvaða minningar og þekking vakna við að finna ákveðna lykt? Hvernig öðlumst við betri skilning með skynfærunum? Juan Camilo vinnur með lyktir og áferðir leiðir þig um króka og kima hugans. Hann býður þér í ratleik um bókasafnið þar sem við aukum skynbragðið með ólíkum lyktum og hreyfingum.  

Viðburður á Facebook

Öll velkomin, þátttaka ókeypis

Lyktarsafnið er tímabundinn staður Juan Camilo á fimmtu hæð á Borgarbókasafninu Grófinni og er hluti af verkefninu  Stofan | A Public Living Room. Einu sinni í mánuði er ný útgáfa af Stofu opnuð í takt við leiðandi stef verkefnisins -  Share the Care. Stofan er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar skapa styðjandi samfélagsrými sem þau vilja sjá á bókasafninu.   

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is