Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Stofan | Hljóðheimur til að slaka á í

Þriðjudagur 25. október 2022 - Mánudagur 31. október 2022

Tökum okkur pásu og endurhlöðum.
José býður þér í sína útgáfu af Stofunni, öruggt rými innan opinberrar stofnunar. Rólegheit, öryggi, þægindi og hlýleiki bíða þín. Kíktu við og hlustaðu á slakandi tóna sem hjálpar þér við að draga úr innri látum og ná hugarró.

Opnun: Þriðjudagur 25. Október kl. 17:00 á 2. hæð á Borgarbókasafninu Grófinni í afmörkuðu rými við barnadeildina.

"Vellíðan er í mínum huga að líða vel, geta slakað á. Það þýðir að geta teygt úr mér, andað eðlilega, geta lagst niður og hvílt mig á meðan ég hlusta á tónlist, vafið mig inn í litríkt teppi og geta lagt mig um stund. En vellíðan merkir einnig að vera hluti af samfélagi á jafnréttisgrundvelli, að það sé eftir þér tekið og að þú fái viðurkenningu, upplifir öryggi í rými; ert með þinn eigin örugga stað og búir yfir réttindum til jafns við aðra í samfélagi."

Um Stofuna
Mánaðarlega er ný útgáfa af Stofunni sköpuð, sem er tímabundið rými innan bókasafnsins. Áhersla er lögð á að kanna leiðir til að miðla óháð tungumálum. Í Stofunni er hægt að upplifa bókasafnið samkvæmt reglum sem skapendur rýmisins setja því.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is