Skiltagerð og samtal við Guðna Elísson um loftlagsmál
Verið velkomin í skiltagerð og samtal við Guðna Elísson um loftslagsmál á bókasafninu! Við verðum með málningu, pensla, pappa, og alls konar fleira fyrir ykkur til að búa til skilti með okkur. Þetta er upphitunarviðburður í tilefni af Loftslagsfestivalinu sem haldið verður 20. ágúst á Austurvelli.
Bókasafnið skapar vettvang fyrir æfingar og leiki til að finna út hvernig við getum gert hlutina öðruvísi og veita þannig innblástur í gagnrýna umræðu um hegðun okkar til að varpa ljósi á þær kerfislægu hindranir sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag með áherslu á loftslagsbreytingar og loftslagsréttlæti. Loftslagsfestivalið er skipulagt af Loftslagsverkfall - Fridays for Future Ísland til að vekja athygli á neyðarástandinu sem ríkir vegna loftslagsbreytinga.
Öll velkomin að taka þátt!
Frekari upplýsingar um viðburðinn:
Stefán Örn Snæbjörnsson
stefanornsnae@gmail.com
Upplýsingar um Opin rými bókasafnins
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri borgaralegrar þátttöku
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is