Opið samtal - Rómasamfélag

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál
Ensku og íslensku
Liðnir viðburðir

Opið samtal | Samfélag Rómafólks á Íslandi

Miðvikudagur 16. október 2024

Samfélag Rómafólks, menning þeirra og tunga eru viðfangsefni Opins samtals með Sofiyu Zahova. Hún hefur sinnt fjölmörgum rannsóknum og samstarfsverkefnum tengdum málefnum og hagsmunum Rómafólks í Evrópu. Við ræðum stöðu Rómafólks á Íslandi, sögu og reynslu þeirra. 

Samtalið fer fram á ensku en hægt er að túlka yfir á íslensku ef þörf krefur. 

Viðburður á Facebook 

Öll velkomin, þátttaka ókeypis! 

Opið samtal er hlutlaus vettvangur þar sem bilið er brúað á milli einstaklinga, samtaka og stofnana. Í Opnu samtali er markmiðið að ræða saman brennandi málefni á jafningjagrundvelli, með það að markmiði að finna svörin saman, koma málum í farveg og að ólík sjónarmið fái að heyrast.    

Nánari upplýsingar veitir:   
Dögg Sigmarsdóttir   
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka   
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is