Opið samtal um lífsgæði

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska, enska, pólska
Spjall og umræður

Opið samtal | Lífsgæði á Íslandi / Jakość życia na Islandii

Þriðjudagur 17. september 2024

Vífill Karlsson rannsakar lífsgæði fólks á Íslandi og segir okkur frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar og áskorunum við að mæla lífsgæði hjá ólíkum samfélagshópum. Afstaða innflytjenda á Íslandi verður í forgrunni en hún verður borin saman við afstöðu Íslendinga en líka afstöðu innflytjenda í könnun sem gerð var 2020. Í Opnu samtali ræðum við þá þætti sem við teljum til lífsgæða á Íslandi. Hvað er okkur mikilvægt í okkar lífi og höfum við tækifæri til að bæta lífsgæði okkar? 

Persónuleg markmið og ánægja í daglegu lífi og starfi eru fjölbreytt rétt eins og hugmyndir um betra líf. Við þurfum öll að hafa nóg í okkur og á. Ekki er hægt að líta fram hjá persónulegum tengslum við annað fólk og þátttöku í samfélaginu. En hvernig stofnum við til slíkra tengsla í íslensku samfélagi? Hvar liggja tækifæri til að bæta lífsgæði okkar á nýjum stað? 

Samtalið fer fram á íslensku, ensku og pólsku. Túlkar eru á staðnum til að miðla.

Öll velkomin og þátttaka ókeypis.

Opið samtal á Borgarbókasafninu er hlutlaus vettvangur þar sem bilið er brúað á milli einstaklinga, samtaka og stofnana. Í Opnu samtali er markmiðið að ræða saman brennandi málefni á jafningjagrundvelli, með það að markmiði að finna svörin saman, koma málum í farveg og að ólík sjónarmið fái að heyrast.   

Nánari upplýsingar veitir:  
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka  
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is