Charles Durett - Cohousing

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Enska
Spjall og umræður

Opið samtal | Híbýlaauður - Samvera í kjarnasamfélagi

Þriðjudagur 2. júlí 2024

Charles Durrett, arkitekt, rithöfundur og aktívisti kynnir hvernig er hægt að stofna kjarnasamfélag sem búsetuform. Charles hefur skrifað bækur um kjarnasamfélög og einnig hannað og stofnað nokkur félög sem efla hýbýlaauð og samveru fólks í kjarnasamfélagi. Mun Charles kynna meginefni bókar sinnar Cohousing Communities - Designing for high-functioning neighborhoods sem inniheldur leiðarvísi að því að stofna kjarnasamfélag. Miðlar hann einnig af reynslu sinni af því að koma að uppbyggingu yfir 50 kjarnasamfélaga í N-Ameríku og sem ráðgjafi í stofnun enn fleiri slíkra samfélaga um allan heim.  

Opna samtalið er skipulagt í samvinnu við Kjarnasamfélag Reykjavíkur sem vinnur statt og stöðugt að því að efla híbýlaauð í Reykjavík og eru nú á höttunum eftir landsvæði til að byggja híbýli sem standa á grunni gilda kjarnasamfélagsins. Samtalið er upptaktur að ráðstefnu “Living Closer - conference for collaborative housing” sem haldin verður í 10. - 11. október 2024.

Öll velkomin og þátttaka ókeypis.  

Viðburður á Facebook

Hægt er að nálgast bók Charles Durrett Cohousing Communities - Designing for high-functioning neighborhoods á staðnum. 

Nánari upplýsingar veitir:

Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is