Stofan AIVAG

Ímyndaðar framtíðir með AIVAG

Fyrir okkar hagsmunabaráttu, þá er það ómissandi þáttur að hlúa að samfélaginu þegar við berjumst fyrir réttindum listafólks, sérstaklega þeirra sem koma utan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Okkar innblástur kemur frá sögu og þekkingu verkalýðsfélaga og baráttufólks.  

Megan Auður og Hugo Llanes eru meðlimir í listamanna-aktívistahópnum AIVAG (Artists in Iceland Visa Action Group). Þau stilltu upp nýrri Stofu | A Public Living Room í Grófarhúsi sem var opin 19.-26. mars 2024:  Orð um ímyndaða framtíð. Þetta er tímabundinn staður fyrir ímyndunaraflið. Hér var almenningi boðið að skrifa við framtíðir sem þau dreymir um. Í hvers konar heimi viljum við vera? Við deilum reynslu og áskorunum sem listamenn búa við og skrifum saman raunveruleika þar sem réttindi listafólks eru virt.  Buðu Megan og Hugo upp á vinnustofu í framtíðarskrifum þann 21. mars 2024. Hér má lesa viðtal við teymið um hugmyndina að baki þeirra Stofu:

Við viljum skapa rými til að ímynda sér og skrifa framtíð sem við viljum sjá verða að raunveruleika. Deilum reynslu og áskorunum og skrifa saman til að skapa heim í sameiningu þar sem listafólk býr að réttindum og getur þrifist. 

Stofan AIVAG Stofan AIVAG Stofan AIVAG Stofan AIVAG

AIVAG

Rýmið er hluti af verkefninu Stofunni | A Public Living Room, þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði í anda Share the Care. 

Frekari upplýsingar veitir 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 28. maí, 2024 09:43