Opið samtal | Eflum læsi - Lesum saman
Mikilvægi læsis barna og áhrif þess á tækifæri og lífsgæði eru óumdeild. Lesskilningur íslenskra barna hefur verið á niðurleið undanfarinn áratug, en lækkar mest í mælingum nýjustu PISA-könnunar.
Mennta- og barnamálaráðuneytið telur að verkefnið framundan sé að samtök, stjórnvöld og sveitarfélög vinni saman og finni leiðir til að bregðast við. En hvernig er best að standa að því og er aðgengi minni félagasamtaka að slíku samstarfi opið?
Við bjóðum í Opið samtal með Noemí Cubas stofnanda og verkefnastjóra Lesum saman sem sækist eftir samstarfi við stjórnvöld og sveitarfélög um allt land. Markmið verkefnisins er að efla félagsleg tengsl og læsi barna sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Hverjar eru helstu áskoranir slíks verkefnis? Hvaða hagaðila er best að tengja við og hvaða hlutverk gæti bókasafnið tekið í slíkri samvinnu?
Öll velkomin, þátttaka ókeypis
Upplýsingar um Lesum saman veitir
Noemí Cubas
Stofnandi og verkefnastjóri
lesumsaman@gmail.com
Frekari upplýsingar um Opið samtal veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is