Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Michelle opnar Samskrifa Writing Space | Stofan

Þriðjudagur 26. október 2021

Michelle Spinei opnar hennar persónulegu útgáfu af Stofunni - A Public Living Room:

Samskrifa Writing Space

Samskrifa er rými fyrir fólk til að koma saman og sinna skrifum af öllum gerðum sem vísa í fjölbreytta reynslu á öllum mögulegum tungumálum.
Það erfiðasta við að skrifa er að finna tíma og stað þar sem hægt er að einbeita sér að eigin verki.
Þessi Stofa er sköpun Michelle Spinei og býður upp á aðstöðu til að sinna skrifum á opnunartímum bókasafnsins.

Michelle hefur fyrsta samtalið í rými sem býður upp á vettvang til að skrifa - hlið við hlið.

Öll velkomin.

Viðburður á Facebook.

Um Stofuna
Einu sinni í mánuði er Stofan | A Public Living Room opnuð af samstarfsaðila sem hefur hannað rýmið eftir sínu höfði. Opnun stofunnar hefst með samtali við aðila að eigin ósk.

Frekari upplýsingar 
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri – Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is