Kærleiksorðræða upplestur

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Enska og íslenska
Liðnir viðburðir

Kærleiksorðræða | Opinn mæk

Laugardagur 15. júní 2024

Búum til ný íslensk orð. Hvaða orð finnst þér vanta? Skapaðu tungumálið með okkur! Leikum okkur með orðin og segjum upphátt það sem er okkur kært - hvaða orð viljum við heyra?

Á upplestri nýrra orða er öllum velkomið að taka til máls og lesa upp eigin orð. Mækinn er opinn! Maó Alheimsdóttir hefur umsjón með viðburðinum.

Viðburðurinn er hluti verkefnisins Kærleiksorðræða, sem er verkfæri til að þróa opnara málsamfélag og virðingarfyllri samskipti.  

Íslenskan er mál okkar allra rétt eins og baráttan gegn hatursorðræðu og fyrir meiri kærleik í samskiptum. Mörgum er ekki alltaf ljóst hvort þau beiti hatursorðræðu, en það ætti ekki vefjast fyrir neinum þegar talað er af kærleik. Hér verður til samansafn orða sem uxu í slíku umhverfi. 

Viðburður á Facebook

Öll velkomin, þátttaka ókeypis

Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála. 

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjórn | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is