Múltíkúltí
Múltíkúltí

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Staður
Veröld - Hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavik
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

Café Lingua | Heimsins jól

Fimmtudagur 6. desember 2018

Hátíðarstemning þar sem Múltíkúltíkórinn og borgarbúar frá öllum heimsálfum syngja saman jólalög á ýmsum tungumálum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur. 

Þessi viðburður er samstarf Borgarbókasafnsins við Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið „Linguae" og Íslenskuþorpið.

Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.  Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.