Liðnir viðburðir
Verðlaunaafhending | Hönnunarsamkeppni um Grófarhús
Þriðjudagur 29. nóvember 2022
Verið velkomin á verðlaunaafhendingu í hönnunarsamkeppni um stækkun og umbreytingu Borgarbókasafnsins Grófinni.
Sigurtillagan verður tilkynnt og opnuð yfirlitssýning á tillögum þeirra fimm teyma sem valin voru í forvali til þátttöku í samkeppninni.
Dagskrá
- Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur ávarp
- Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður flytur ávarp
- Halldór Eiríksson, arkitekt Tark, fulltrúi dómnefndar, gerir grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar
Athöfnin fer fram á Bókatorginu, fyrstu hæð í Grófarhúsi.