Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Aldur
9-12 ára
Liðnir viðburðir

Tónsmíðar með Antoni Líni

Sunnudagur 22. október 2023

Staðsetning: Verkstæðið, 5. hæð.

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Antons Líni.

Námskeiðið er þrjú skipti, sunnudagana 22. okt., 5. nóv. og 12. nóv.

Við opnum fyrir skráningu 1. október á sumar.vala.is

Dagskrá:

  • 22. október:  Farið er yfir grunn í tónlistar- og textagerð og í hugmyndavinnu. (13:00-15:00)
  • 5. nóvember:  Börnin vinna að tónlist sinni í minni hópum (1 tími  einhvern tíma á milli 13:00-16:30)
  • 12. nóvember: Börnin leggja lokahönd á lagið sitt og undirbúa það til sendingar í samkeppni Sagna (1 tími einhvern tíma á milli 13:00-16:30)

Í lok námskeiðsins eru börnin hvött til þess að taka þátt í samkeppni Sagna. Eftir áramót verða þrjú lög valin og þau börn tækifæri að fullvinna lagið sitt með pródúsent og tónlistarmönnum. Lögin þrjú verða flutt á verðlaunahátíð Sagna næsta vor í beinni útsendingu á RÚV. Það er því til mikils að vinna!


Tónlistarmaðurinn Anton Líni  með B.A. gráðu frá Catalyst í Berlín í skapandi hjóðsmíð og hjóðupptökum (e. creative audio production and sound engineer). Hann hefur gefið út tvær plötur, Næsti staður (2023) og Samband (2019) og tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum á sviði textagerðar, lagasmíðar og hljóðblöndunar. 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

Merki