Um þennan viðburð
Tónleikar | Hong Tee | Heimsklassa gítarleikur frá Malasíu
Einn fremsti gítarleikari Malasíu, Hong Tee, með einstaka tónleika í Grófinni.
Tee er eftirsóttur einleikari sem hefur leikið víða. Hún er einstaklega virtur gítarkennari í heimalandinu og hefur meðal annars staðið á bak við fjölda verkefna sem koma ungum gítarleikurum á framfæri. Einn af nemendum hennar, Loo Sim Ying, lék einmitt á tónleikum hjá okkur á bókasafninu síðasta sumar. Hong Tee hefur gefið út fjölda platna og leikið mörg verk sem þekkt tónskáld hafa samið og tileinkað henni.
Efnisskráin:
A. Ramirez - Balada para Martín Fierro
F. Tarrega - Capricho Arabe
D. Bogdanovic - Datun Julud Variations (dedicated to Hong Tee)
A. Ramirez - Alfonsina y el Mar
D. Reis - Xodó da Baiana
F. Tarrega - Recuerdos de la Alhambra
I. Albeniz – Asturias
Aðgangur ókeypis. Öll velkomin!
Heimasíða Hong Tee
Hong Tee á Youtube
Nánari upplýsingar veitir:
Valgeir Gestsson | Sérfræðingur í tónlistardeild
Netfang: valgeir.gestsson@reykjavik.is