Um þennan viðburð
ÞYKJÓ Blóm
Við getum kannski ekki ennþá farið út að tína blóm í haga, en við getum ræktað okkar eigin þykjó blóm úr ullardúskum! Langar þig að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um blóm sem endast og endast (endalaust)? Þykjó blóm er textílsmiðja á vegum hönnunarteymisins ÞYKJÓ fyrir börn frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna.
Allur efniviður verður á staðnum og smiðjan er ókeypis
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim!
ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut nýverið tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna.
Frekari upplýsingar veitir,
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is