Keldnaland, vinningstillaga
Keldnaland, vinningstillaga

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska
Liðnir viðburðir

Sýning | Vinningstillaga um Keldnaland

Laugardagur 21. september 2024 - Miðvikudagur 16. október 2024

Sýning á vinningstillögu FOJAB arkitekta um Keldnaland verður opnuð laugardaginn 21. september klukkan 11 í Borgarbókasafninu í Spönginni. Sýningin stendur yfir til 17. október.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar opnar sýninguna.

Keldnaland er byggt upp í samvinnu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna. Efnt var til alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands og hlaut vinningstillagan frá FOJAB, Crafting Keldur, langflest stig.

Þau sem vilja skoða sýninguna með leiðsögn fá tækifæri til þess miðvikudaginn 25. september klukkan 17 en þá mun arkitekt frá FOJAB kynna tillöguna í Borgarbókasafninu Spönginni.

Keldnaland verður þétt, fjölbreytt og grænt borgarhverfi sem nýtur góðs af nálægð við náttúruna, góðum almenningssamgöngum og áherslu á fjölbreytta ferðamáta. Borgarlínan mun fara um svæðið sem þýðir fleiri valkosti fyrir íbúa með auknum lífsgæðum og góðri þjónustu. Íbúar eiga að geta lifað sjálfbæru og heilbrigðu hversdagslífi með grænum svæðum, hverfisgörðum og torgum en markmiðið er lifandi borgarumhverfi.

Einnig er efnt til Keldnadags með opnu húsi og gönguferð með leiðsögn sama dag og opnun sýningarinnar: https://fb.me/e/20kZgDZDu

Vinningstillagan er til sýnis á opnunartíma safnsins til 17. október, en þann dag verður haldinn íbúafundur í Foldaskóla, sem verður nánar auglýstur síðar.

Verið öll velkomin!

Merki