Logo: Þríhyrningur með orðunum Listasafn Reykjavíkur - Art Museum - Hafnarhús - Ásmundarsafn
The Art Wall is a collaborative project between the Reykjavík City Library and the Reykjavík Art Museum.

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Sýning | Listaverkaveggurinn afhjúpaður í fyrsta sinn

Föstudagur 13. maí 2022

Nú er loksins komið að því að afhjúpa listaverkavegginn í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal!

Listaverkaveggurinn er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Listasafns Reykjavíkur.

Einn veggur á safninu er helgaður tímabundnum sýningum á verki eða verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er einnig vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk. Safnið hefur í fórum sínum mörg af þekktustu verkum íslenskra listamanna en í heildarsafneign þess eru rúmlega sautján þúsund verk.

Fyrsta verkið er eftir listamanninn Sigurð Árna Sigurðsson (f. 1963) og nefnist Rautt samhengi (2018). Verkið er lágmynd, skúlptúr sem hangir á vegg og virkar bæði tvívíður og þrívíður. Þar má sjá skemmtilegt samspil verksins sjálfs og skugganna sem það varpar á vegginn.

Öll velkomin - Sjón er sögu ríkari!

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veita:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur - viðburðir og fræðsludagskrá:

 stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri:

unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is