Sögur Bókaverðlaun barnanna

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

Sögur - Bókaverðlaun barnanna | Tilnefningarhátíð

Sunnudagur 14. apríl 2024

Okkur langar til þess að bjóða bókelskandi barnafjölskyldum og öðrum bókaormum í æsispennandi og fjöruga hátíð.

Við tilkynnum hvaða fimm íslenskar og fimm þýddar bækur börnin völdu sem skemmtilegustu, áhugaverðustu og bestu bækur síðasta árs. Í framhaldinu munum við svo verðlauna 10 heppin börn sem tóku þátt í Bókaverðlaunum barnanna.

Á hátíðinni verða Sögur – verðlaunahátíð barnanna formlega opnuð, þar sem börnin verðlauna meðal annars það menningarefni sem þeim finnst hafa skarað fram úr á liðnu ári. Á Sögur – verðlaunahátíð barnanna eru veitt verðlaun fyrir lag og texta ársins, tónlistarflytjanda ársins, barnabók ársins, íslenska eða þýdda og svo mætti lengi telja.

Í lokin verður boðið upp á skemmtiatriði, en nánari upplýsingar um þau eru væntanlegar. 

Komið og fagnið með okkur!

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146