
Um þennan viðburð
Skrifstofan | Að skrifa lengri texta
Langar þig að að skrifa lengri texta? Gengurðu jafnvel með skáldsögu i maganum? Á námskeiðinu gerum við stílæfingar og liðkum skrifvöðvana en könnum um leið að hverju er gott að huga þegar við tökumst á við lengri textasmíði en þá sem við höfum áður glímt við í smásögum, örsögum eða ljóðum.
Hvar byrjum við? Hvar fáum við hugmyndir og hvernig vitum við hvort hugmyndin er nógu stór fyrir lengri sögu? Við vinnum með kveikjur og reynum fyrir okkur í persónusköpun, átökum, skoðum hefðbundna byggingu skáldsagna, veltum fyrir okkur söguþræði og fléttu, sögusviði og öðrum byggingarsteinum lengri texta. Nemendur skila kennara efni eftir hvern tíma og fá endurgjöf.
Kennt er frá 16.30 -18.30 á miðvikudögum.
Nánari upplýsingar veitir:
Sunna Dís Másdóttir
sunnadis@gmail.com