Verkið Í fjörunni IV eftir Gíslínu Dögg Bjarkadóttur
Verkið Í fjörunni IV eftir Gíslínu Dögg Bjarkadóttur

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Naglinn | Í fjörunni IV

Mánudagur 6. maí 2024 - Fimmtudagur 8. ágúst 2024

Grafíkverkið Í fjörunni IV eftir Gíslínu Dögg Bjarkadóttur er nú til sýnis á Naglanum, Borgarbókasafninu Sólheimum. Naglinn er heiti á sýningaröð í Borgarbókasafninu Sólheimum, þar sem hver sýning samanstendur af einu listaverki sem fengið er að láni úr Artótekinu (www.artotek.is). María Þórðardóttir starfsmaður í Sólheimasafni valdi verkið að þessu sinni.

 

Gíslína útskrifaðist úr textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og hefur ásamt því kennsluréttindi í listgreinum. Mörg verk Gíslínu vísa í sögu kvenna, sérstaklega þeirra nafnlausu hvunndagshetja sem sköpuðu söguna, listina og lífið, en hafa gleymst með tímanum. Þá kemur náttúran einnig við sögu í verkum hennar sem og mynstur sem hún hefur verið að leika sér með. Mynstrin byggja á mynstrum Sigurðar Guðmundssonar og má til dæmis finna í bróderingum í íslenska þjóðbúningnum, því hafa þær myndir einnig sterk tengsl við konur fortíðarinnar. Verk Gíslínu eru fjölbreytt og hefur hún notað ýmsa tækni í verkum sínum en síðustu ár hefur grafík verið sérstaklega áberandi.

 

Áhugasöm geta keypt verk Gíslínu eða leigt það, en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja úr Artótekinu hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

 

Hægt er að leigja verkið á 3.000 kr. á mánuði eða kaupa á 98.000 kr.

 

Fyrir nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn eða verkið bendum við á heimasíðu Artóteksins: https://artotek.is/


Nánari upplýsingar veita:

Lísbet Perla Gestsdóttir
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is | s. 411 6160

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112