Liðnir viðburðir
Lesum og spjöllum á íslensku
Laugardagur 11. nóvember 2023
Lesum og spjöllum er hluti af viðburðaröðinni Spjöllum með hreim, þar sem boðið er upp á fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa sig að tala íslensku undir handleiðslu reyndra kennara.
Við lesum öll sömu bókina og hittumst einu sinni í mánuði til að ræða hana, spyrja kennarann spurninga og segja frá upplifun okkar. Bókaklúbburinn er hugsaður fyrir þau sem eru á stigi B1-B2 í íslensku.
Þátttaka er ókeypis og engin skráning, bara mæta.
Dagskrá Spjöllum með hreim má finna HÉR
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningarmálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is