Krakkajóga
Staðsetning: 2. hæð
Jóga fyrir alla fjölskylduna. Börnum og aðstandendum þeirra gefst kostur á að eiga ljúfa stund saman og gera allskonar skemmtilegar æfingar byggðar á öndun, leikjum og slökun.
Krakkajógað er í boði kl. 14:00-14:30 og 14:45-15:15.
Leiðbeinandi er María Ásmundsdóttir Shanko. Hún hefur sótt margskonar menntun í jóga, svo sem leikjóganámskeiðið ChildPlay og meðgöngu- og mömmujóga hjá Andartak. María hefur reynslu af því að kenna jóga á öllum námstigum. Áhugamál hennar fyrir utan jóga er að dansa argentínskan tangó, ferðast, syngja og útivist.
ATH! Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir! Vinsamlega mætið tímanlega til að tryggja ykkur pláss.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100