Liðnir viðburðir
Fjölskyldumorgnar | Krílastund
Fimmtudagur 7. mars 2024
Við tökum vel á móti fjölskyldum með börn á öllum aldri. Við leggjum áherslu á notalega samveru, leik, lestur og spjall. Klukkan 11 býður starfsmaður upp á söngstund fyrir krílin. Hér skapast gott tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum og skiptast á sögum um lífið og tilveruna. Bókasafnið á mikið af forvitnilegum og fræðandi bókum og tímaritum sem tengjast uppeldi og umönnun ungbarna sem hægt er að grípa með sér í leiðinni.
Svo er auðvitað mikið úrval af krílabókum, til að kveikja áhuga barnanna á bókmenntum!
Staðsetning: Barnadeild á 2. hæð
Allir fjölskyldumorgnar á Borgarbókasafninu.
Kynnið ykkur barnadeildir Borgarbókasafnsins.
Nánari upplýsingar veitir:
Barbara Guðnadóttir
barbara.gudnadottir@reykjavik.is | s. 411 6100