Litríkt teppi á trégólfi, púði, tuskudýr, leikföng, bækur

Um þennan viðburð

Tími
10:30 - 11:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Liðnir viðburðir

Fjölskyldumorgnar | Krílahornið

Þriðjudagur 2. apríl 2024

Krúttleg stund í Krílahorninu.

Hittumst í Krílahorninu! Á Fjölskyldumorgnum myndast gott tækifæri til að kynnast öðrum fullorðnum með ungviði og skiptast á sögum um lífið, tilveruna og auðvitað börnin. Krílahornið er svæði í stöðugri þróun og tökum við gjarnan við ferskum hugmyndum frá aðstandendum ungra barna.

Alltaf heitt á könnunni fyrir þau fullorðnu og pelahitari á staðnum. Góð skiptiaðstaða er á salerni hússins.

Fjölskyldumorgnarnir eru óformlegar samverustundir, alla þriðjudagsmorgna.

Bókasafnið á mikið til af forvitnilegum og fræðandi bókum og tímaritum sem tengjast uppeldi og umönnun ungbarna sem hægt er að lesa á staðnum og korthafar geta fengið lánað heim. Svo er auðvitað mikið úrval af krílabókum, til að kveikja áhuga barnanna á bókmenntum!

Viðburður á Facebook

Allir fjölskyldumorgnar á Borgarbókasafninu. 

Kynnið ykkur barnadeildir Borgarbókasafnsins.


Frekari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir 
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is