Deilivettvangur - What is your thing?

Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 13:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Deilivettvangur | Hvað er ekta þú?

Laugardagur 16. mars 2024

Við sitjum saman og könnum hvað það er sem þú getur gefið og hvað þig vantar. Þetta er vettvangur til að deila og tengjast öðrum. Hverju brennur þú fyrir? Hvaða hæfileika hefur þú? Langar þig að ræða saman í hóp um allt sem við getum deilt með hverju öðru? Viðburðurinn varir í tvo tíma, ekki er gerð krafa um að vita hvernig sé að vera þátttakandi á slíkum deilivettvangi. Farið saman í gegnum ferli undir handleiðslu á vegum Totel.ly.

Vertu með og deildu þínu
Viðburðurinn byggist á virku samtali og ferlið er sniðið í anda Offers and Needs Market, þú tekur þátt með því að deila því sem þú hefur og uppgötva það sem aðrir hafa uppá að bjóða. Þetta er einstök upplifun sem býður upp á marga möguleika and tenginga við samfélög

Ástæður til að taka þátt

- Taka þátt í samtökum sem skipta máli - hvaða styrkleikar og þarfir er að finna í þínu nærsamfélagi.
- Líta yfir farinn veg: Þátttakan gefur þér tækifæri til að meta reynslu sem þú hefur og uppgötva möguleika sem þú sást ekki áður. 
-Styrkja tengsl við samfélagið: Þú hittir fólk sem deilir þínum áhugasviðum og getur myndað ný sambönd. 
-Uppgötva og deila: Finndu leynda hæfileika og deildu því sem ert ekta þú í styðjandi umhverfi.

Taktu þátt í uppgötvunarleiðangri!

Komdu með okkur í ferðalag! Á þessum vettvangi fögnum við því sem gerir okkur hvert og eitt einstakt og gerir lífið ánægjulegra  og auðveldara .

Viðburður á Facebook

Öll velkomin, þátttaka ókeypis

Viðburðurinn er styrktur af Hverfissjóði Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar veitir
Tanja Wohlrab-Ryaner
tanja@totel.ly