Anna Halldórsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Tónlist

Sagnakaffi | Skil

Miðvikudagur 16. september 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Sjá nánar hér. 

Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Í þetta sinn í Sagnakaffinu fáum við fjölhæfa tónlistarkonu Önnu Halldórsdóttur til að segja okkur sögur í tónum og tali. Anna hefur sent frá sér þrjár hljómplötur með eigin tónlist, Villtir morgnar, Undravefurinn og Here.

Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir Villta morgna sem besti nýliðinn í tónlist og var valin til að hita upp fyrir tónlistarmanninn Sting þegar hann heimsótti Ísland árið 1997. Anna hefur frá ýmsu að segja en hún hefur búðið og starfað í New York í 15 ár. Þar vann hún við tónlist, samdi hljóðmyndir fyrir kvikmyndir og heimildarmyndir. Hún hefur einnig unnið að fimm kvikmyndaverkefnum um Mongolíu.

Anna hefur samið tónlist fyrir tvær leiksýningar í Þjóðleikhúsinu, „Ég heiti Guðrún“ og „Þitt eigið leikhús“ og vann einni tónlist og hljóðmynd fyrir leikhópinn Reykjvik Ensemble sem nýlega var valinn Listahópur Reykjavíkur 2020.  

Hér er heimasíða Önnu.

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu.
Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6256 / 664 7718

Skráning