Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Tónlist

Lífsstílskaffi | Það er allt í lagi að leggja sig um jólin

Fimmtudagur 26. nóvember 2020

Skráning er á alla viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Sjá nánar hér

Hljómsveitin Eva hefur rannsakað samfélagsmeinið kulnun og flytur okkur fróðlegan og afslappandi fyrirlestur í tali og tónum á Borgarbókasafninu Sólheimum, fimmtudaginn 26. nóvember, kl. 17:30.

Sigga, helmingur hljómsveitarinnar, lenti í því að brenna út, kulna. Hún vann yfir sig, tók of mikið að sér og endaði í kulnun, sem hún vissi varla hvað var á þeim tíma. Þær gripu tækifærið og fóru að rannsaka þetta samfélagsmein og komust að því að Sigga er ekki ein. Af hverju erum við svona yfirkeyrð? Er ekki passlegt að vinna fulla vinnu, sjá um heimilið, fara í ræktina og stunda núvitund, kaupa inn og fara með bílinn í skoðun? Er þetta nokkuð mál? 

Hljómsveitin Eva samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur. Hljómsveitin Eva er þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áheyrendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugarnar og snertir hjörtun um leið.

Viðburður á Facebook
Opnunartími á Borgarbókasafninu Sólheimum

 

Skráning á viðburðinn hefst í byrjun nóvember.

Nánari upplýsingar veitir:

María Þórðardóttir, deildarbókavörður
maria.thordardottir@reykjavik.is | s. 411 6160