Aðventu- og jóladagskrá

Jóladagskrá Borgarbókasafnsins er spennandi og fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta á aðventunni.
Fjölmargt er á dagskrá Borgarbókasafnsins nú á aðventunni. Í ljósi aðstæðna hafa langflestir viðburði fyrir jólin í ár verið færðir í rafrænan búning en jóladagskráin gefur bókaunnendum og fjölskyldum þeirra fjölbreyttan efnivið til að skapa notalega jólastund heima í stofu. Í boði eru jóladagatöl fyrir börn og fullorðna, fjölskyldan getur tekið þátt í jólaballi eða hlustað á Hurðaskelli og Skjóðu fjalla um barnabækur, hlýða má á bókaspjall um nýútkomin skáldverk eða njóta notalegrar tónlistar.
Nú er tíminn til að draga fram kakóbollana og smákökurnar og njóta aðventunnar með Borgarbókasafninu!