Um þennan viðburð

Tími
19:30 - 20:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

Húslestur | Dj Bambi

Fimmtudagur 15. febrúar 2024

IN ENGLISH

Húslestur í Gerðubergi er kærkomið tækifæri til að fá frí frá amstri hversdagsleikans og slaka á. Lesin verður bókin DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur inni á bókasafninu. Boðið verður upp á heitt te og sætan mola með lestrinum.

Lesturinn tekur um 45 mínútur - Tilvalið að taka handavinnuna með.

 

Um bókina:
Bambi er 61 árs gömul trans kona sem vann áður sem plötusnúður en er í dag sérfræðingur í smæstu byggingareiningum mannslíkamans, frumum. Þetta er saga hennar frá því hún deildi móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún fór að taka kvenhormón. Auður Ava heldur hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi.
Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, í flokki skáldverka, 2023. 
 

Lesturinn fer fram fjóra fimmtudaga:
25.janúar
1.febrúar
8.febrúar
15. febrúar 


Sjálfsafgreiðslan er opin á safninu en lokað verður á þjónustuborðinu.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Gerðubergi.
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 6980298

Merki