Húslestur með Önnu Gyðu og Eiríki | Bókalisti

Það ríkti notaleg stemning á húslestri Eiríks Guðmundssonar og Önnu Gyðu Sigurgísladóttur sem fram fór í Gerðubergi í vikunni.

Þau tóku okkur með í viðburðaríkt ferðalag þar sem Reykjavík, París, Alsír og Mexíkóborg komu sterkt við sögu. Það er jú hægt að ferðast með ímyndunaraflinu og svo er líka lífsnauðsynlegt að taka nóg af bókum með sér í ferðalög, sem eins konar andlegt eldsneyti. Jafnvel alveg óþarft að lesa þær, nóg að vita af þeim í farteskinu.

Eiríkur og Anna Gyða sögðu okkur frá nokkrum af sínum uppáhaldshöfundum og lásu ljóð, prósa og dagbókarbrot sem áttu það flest sameiginlegt að fela í sér mikla ástríður, þjáningar og trega. Stórum spurningum var varpað fram um hvers vegna við höfum þessa þörf, bæði til að skrifa eigin texta en ekki síður lesa verk annarra. Hver getur sagt okkar eigin sögu? Skáldum við okkur frá degi til dags? Allt áhugaverðar vangaveltur sem þið getið hlakkað til að hlusta á í Hlaðvarpi Borgarbókasafnsins fljótlega.

Hér fyrir neðan má sjá bækur í okkar safni eftir nokkra af þeim höfundum sem spjallað var um á húslestrinum.

Flokkur
UppfærtMánudagur, 1. mars, 2021 10:07
Materials