Um þennan viðburð
Fræðakaffi | Hvernig er veðrið?
Um fátt er meira talað á Íslandi en veðrið, enda sjaldnast tíðindalaust í þeim efnum og tíðarfar getur beinlínis haft áhrif á skap og líðan fólks. Oft getur líka verið gott að grípa til þessa umræðuefnis, ef aðstæður eru vandræðalegar og brjóta þarf ísinn. Og ýmis fyrirbæri í háloftunum eru mögnuð og áhrifamikil að sjá. Sumir halda meira að segja veðurdagbækur og hefur svo verið hér á landi öldum saman.
Veðurfræðingar eru stundum álitnir bera persónulega ábyrgð á veðurfarinu, sem er auðvitað í hæsta máta ósanngjarnt, þeir eru sérfróðir um himinhvolfin og hjálpa okkur að lesa í skýin, undirbúa okkur undir það sem í vændum er.
Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands spjallar um fræðigrein sína og áhuga Íslendinga á veðri.
Frekari umsjón veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230