Flakkarakaffi | Sagnir um flakkara og sérkennilegt fólk
Flakkarakaffi | Sagnir um flakkara og sérkennilegt fólk

Um þennan viðburð

Tími
17:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

Flakkarakaffi

Mánudagur 28. janúar 2019

Sagnir um flakkara og sérkennilegt fólk

Jón Jónsson þjóðfræðingur fjallar um förufólk fyrr á öldum á Íslandi, fólk sem flakkaði um landið og fékk húsaskjól hjá bændum. Sérstaða þessa jaðarsetta hóps er tekin til skoðunar og fjallað um sögurnar sem voru sagðar um flakkarana og viðhorfin til þeirra. Oft líkist förufólkið meira þjóðtrúarverum en manneskjum í sögum um það og áhugavert er að skoða lífshlaup einstaklinga í hópnum nánar.

Nýlega kom út bók eftir Jón um efnið: Á mörkum mennskunnar. Þar er m.a. sagt frá hörmulegu atlæti Stuttu-Siggu í æsku, rifnum klæðum Jóhanns bera og skringilegum leikþáttum Halldórs Hómers sem fór á milli bæja og tók að sér prestverk til skemmtunar.

Öll velkomin!

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Stephensen, deildarbókavörður
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is / s. 411 6230

Bækur og annað efni