Lífsstílskaffi | Umhverfisvæn jól
Lífsstílskaffi | Umhverfisvæn jól

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Kaffistundir

Lífsstílskaffi | Umhverfisvæn jól

Miðvikudagur 5. desember 2018

Jólainnpökkun og kort úr endurnýttu efni

Á lífsstílskaffi í desember mun Edda Ýr Garðarsdóttir kynna hvernig hægt er að gera fallega jólapakka, kort og skraut úr gömlum bókum, tímaritum og jólakortum. Einnig verður farið í það hvernig hægt er að nota nánast allt sem til fellur af heimilinu og nýta í eitthvað fallegt fyrir jólin.

Hvað þarf?
Taktu endilega með gömul jólakort og fallegar bækur eða það sem þig langar að nota í jólaundirbúninginn. Á staðnum verða bækur, tímarit, gömul jólakort, skæri, lím, heftarar, skapalón, og fl. 

Edda Ýr Garðarsdóttir er myndlistarkona, kennari og mikil áhugamanneskja um endurnýtingu. 

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffikvöld í Gerðubergi en í vetur er jafnframt boðið upp á Ljóðakaffi, Heimspekikaffi og Bókakaffi á miðvikudagskvöldum. Nánari upplýsingar um kaffikvöld í Gerðubergi er að finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S: 4116114

Merki