Mynd af Landnámssýningunni
Landnámssýningin

Um þennan viðburð

Tími
15:45 - 17:00
Verð
Frítt
Staður
Landnámssýningin
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Sýningar
Ungmenni

Tengivirkið | Ferð á Landnámssýninguna

Fimmtudagur 23. september 2021

Tengivirkið skellir sér á Landnámssýninguna - Lífið á landnámsöld. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu.

Tengiliður á staðnum verður Rut Ragnarsdóttir deildarbókavörður á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Hún mun ganga með Tengivirkinu í gegnum sýninguna og segja aðeins frá því sem er til sýnis. Aðgangur er frír.

Það er mæting kl. 15:45 og safnið lokar kl. 17:00. Heimilisfangið er Aðalstræti 16, 101 Reykjavík.

Meira um Landnámsýninguna

 

Markmið Tengivirkisins í Kringlunni er að auðvelda ungu fólki, sem hefur annað móðurmál en íslensku, aðlögun að samfélaginu og auðvelda tengslamyndun við nærumhverfið og hvert annað. Þátttaka er ókeypis og hittist hópurinnrinn hittist vikulega í umræðuhópum og gerir eitthvað saman. 

Tengivirkið er unnið í samstarfi við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis en umræðuhóparnir eru einungis einn liður í stærra verkefni sem Þjónustumiðstöðin leiðir. Þetta nýsköpunarverkefni er hluti af þróun bókasafnsins sem opins rýmis, þar sem við sækjumst eftir að notendur komi að dagskrárgerð og geri rýmið að sínu eigin.

Kynntu þér Tengivirkið

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar:

Hólmfríður María Bjarnardóttir
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is 
s. 4116200