Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Fræðsla
Ungmenni

Sumarsmiðja 13-16 ára | Improv/Spuni

Mánudagur 29. júní 2020 - Föstudagur 3. júlí 2020

Langar þig að læra spuna í gegnum skemmtilega leiki og æfingar í skapandi hópi? Kíktu með okkur á Improv námskeið! Kennarar eru Steiney Skúladóttir og Pálmi Freyr Hauksson.
Steiney og Pálmi hafa verið að spinna með Improv Ísland síðan það byrjaði með sínar vikulegu sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum 2016. Þau lærðu bæði spuna af Dóru Jóhannsdóttur en hafa auk þess tekið námskeið í UCB skólanum í Los Angeles, stofnaður af Amy Poheler.  Á námskeiðinu munu þau kynna grunninn á spuna í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Hugsunarháttur spunans er að allar hugmyndir eru góðar hugmyndir og að ef allir segja já þá getum við saman búið til eitthvað miklu magnaðra en einni manneskju hefði getað dottið í hug.

Námskeiðið fer fram dagana 29. júní - 3. júlí milli kl. 10-12 í OKinu í Gerðubergi. Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg hér fyrir neðan þar sem takmörkuð pláss eru í boði. 
Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar, sjá nánar hér. 

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 661-6178