Um þennan viðburð

Tími
19:30 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16 ára og eldri
Tungumál
Íslenska og enska
Fræðsla
Spjall og umræður

Spilastundir | Samvinnuspil

Miðvikudagur 4. febrúar 2026

Svo miklu meira en bara Lúdó! 
Komdu, prófaðu og lærðu um hinn fjölbreytta heim borðspila! 

Heimur borðspila er mun stærri en Skrafl, Monopoly og Lúdó. Árlega eru gefin út yfir 5000 ný borðspil. Hvert og eitt spil virkar á sinn sérstaka hátt en getur átt ákveðna virkni sameiginlega með öðrum spilum. 

Í vetur ætlar spilameistarinn Tryggvi Björgvinsson að bjóða upp skemmtilega nýjung á safninu í Úlfarsárdal: vikuleg borðspilakvöld fyrir fullorðna (16 ára og eldri) miðvikudaga milli kl. 19:30-21:30. 

Tryggvi er einarður borðspilaáhugamaður úr Grafarholtinu og hefur verið viðloðandi spilamennsku frá barnsaldri. Í dag á hann borðspilasafn sem gerir honum kleift að spila mismunandi spil hvern einasta dag almanaksársins. 

Í hverjum mánuði mun Tryggvi taka fyrir eitt tiltekið borðspilagangverk/mekanisma (e. mechanic) og fara í gegnum hvernig þau virka. Í hverri viku verður hægt að spila mismunandi spil sem innihalda viðkomandi gangverk.  

Það verður kósý stemmning inni á safni þar sem spilarar geta fengið sér kaffi, komið sér vel fyrir við borð og spilað spil úr spilasafni Tryggva. 

 

Fyrirkomulag 

  • Spilastundirnar fara fram í Smiðjunni á bókasafninu 
  • Til að byrja með verður fyrirkomulagið þannig að til þess að taka þátt þarf að skrá sig. 
  • Skráning fer fram á síðunni Aftergame, neðst á síðunni 
  • Ef þú hefur áhuga en vilt ekki skrá þig strax er þér velkomið að mæta og fylgjast með*. 

 

Spil mánaðarins  

Í febrúar verða tekin fyrir samvinnuspil þar sem spilarar þurfa að vinna saman að því að sigra spilið sjálft. 

kl. 19:30-21:30 á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal. 

Skráning nauðsynleg* 

 

Öll velkomin – kostar ekkert! 

 

 

 

Nánari upplýsingar: 
ulfarsa@borgarbokasafn.is