Hönnuðir Oksins eru: Embla Vigfúsdóttir, listrænn leikjahönnuður, Shu Yi sem sérhæfir sig í grafískri upplýsingahönnun og gagnvirkri hönnun, Fabio Alesssndrelli  forritari, Tinna Ottessen leikmyndahönnuður og Lofkastalinn smíðaði leikmyndina.
Hönnuðir Oksins eru: Embla Vigfúsdóttir, listrænn leikjahönnuður, Shu Yi sem sérhæfir sig í grafískri upplýsingahönnun og gagnvirkri hönnun, Fabio Alesssndrelli forritari, Tinna Ottessen leikmyndahönnuður og Lofkastalinn smíðaði leikmyndina.

Um þennan viðburð

Tími
08:30 - 09:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Ungmenni

OKið á Hönnunarmars | Morgunverðarkynning

Fimmtudagur 25. júní 2020

 

Morgunverðarkynning á aðferðafræði hönnunarhugsunar (Design Thinking)

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnunarleiðtogi kynnir ferlið og útkomuna á bak við Okið.

OKið er nýtt ungmennarými í Gerðubergi og er tilraunaverkefni Borgarbókasafnins árið 2020. OKið er styrkt af Barnamenningarsjóði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Okið er þróað með virkri þátttöku ungmenna í Breiðholti þar sem þau fá tækifæri til að sjá sínar eigin hugmyndir verða að veruleika og verður rýmið í stöðugri þróun og í raun ein stór frumgerð að mögulegu framtíðarbókasafni fyrir ungt fólk. Hönnuðir sköpuðu rýmið eftir viðtöl við krakkana í hverfinu og útfærðu það með þarfir og óskir krakkana að leiðarljósi.

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir setti saman og leiddi teymið sem hannaði OKið. Guðrún lauk BA í iðnhönnun frá Design Academy Eindhoven og MPM í verkefnastjórnun frá HR, hún rak hönnunarfyrirtækið Studiobility frá 2005 – 2017 en leiðir nú umbreytingarverkefni Borgarbókasafnsins með aðferðafræði hönnunarhugsunar (Design Thinking).

Hönnuðir Oksins eru: Embla Vigfúsdóttir, listrænn leikjahönnuður, Shu Yi sem sérhæfir sig í grafískri upplýsingahönnun og gagnvirkri hönnun, Fabio Alesssndrelli  forritari, Tinna Ottessen leikmyndahönnuður og Lofkastalinn smíðaði leikmyndina.

Frítt er á morgunverðarfundinn en skráning fer fram hér að neðan. 

Hægt er að lesa nánar um OKið hér.

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | S: 698 2466

Skráning á morgunverðarfund