Fataviðgerðir fyrir karla
Fataviðgerðir fyrir karla

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Fræðsla

Handverkskaffi | Fataviðgerðir fyrir karla

Fimmtudagur 16. maí 2019

Fataviðgerðir fyrir karla

Á Borgarbókasafninu í Árbæ verður haldið örnámskeið í fataviðgerðum þar sem Elínborg Ágústsdóttir nemi í kjólasaumi og klæðskurði við Tækniskóla Íslands, leiðbeinir karlmönnum á öllum aldri við minniháttar fataviðgerðir. (Önnur kyn eru líka velkomin). Farið verður yfir helstu grunnatriði í saumaskap t.d. að festa tölur og hnappa eða stytta buxur. Námskeiðið stendur yfir í einn til einn og hálfan klukkutíma.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is