
Um þennan viðburð
Fróðleikskaffi | Hönnun heimilisins
Katrín Ísfeld Guðmundsdóttir innanhúsarkitekt spjallar um innanhússhönnun.
Heimilið er griðastaður og öll viljum við að þar sé notalegt að vera og að það henti okkar persónulegu þörfum hvort sem um litla íbúð eða stórt hús er að ræða. Ýmis atriði geta þar skipt sköpum svo sem lýsing, uppröðun, litaval og fleira. Þegar verið er að skipuleggja heimilið geta komið upp vandamál sem er ekki augljóst hvernig á að leysa. Innanhúshönnuðir eru einatt fljótir að koma auga á einfaldar lausnir sem aðrir koma e.t.v ekki auga á í fljótu bragði.
Að sögn Katrínar Ísfeld er mun persónulegra að hanna heimili heldur en vinnustaði, hótel og opinberar byggingar. Við skipulagningu heimila þarf hönnuðurinn í meira mæli að lesa í hvaða fólk býr þar, hvernig það umgengst rýmið, hvaða stíll og litir höfða til þess o.s.frv. Í erindinu fer Katrín yfir það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi hönnun heimilisins má þar nefna grunnmynd rýmisins, flæði, litaval, stíl og fleira.
Katrín útskrifaðir 2002 frá Art Institute Of Fort Lauderdal, Florida með BSc í Innanhússarkitektúr. Eftir nokkurra ára viðkomu í Hollandi að námi loknu flutti hún til Íslands og rekur nú hönnunar stúdíó undir eigin nafni. Þar vinnur hún ásamt Ómari Erni Sigurðssyni grafískum hönnuði, að fjölbreyttum verkefnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt því að flytja inn innréttingar frá Ítalíu.
Fróðleikskaffið er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar veita:
Katrín Guðmundsdóttir, Borgarbókasafni Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | sími: 411 6250
Katrín Ísfeld, innanhússarkitekt FHI
katrin@katrinisfeld.is | sími: 663 3414